Fréttir

Desemberuppbót

Grein 1.6.1 í kjarasamningi sveitarfélaga og gildir um stofnanir sem greiða laun samkv. honum. 

Persónuuppbót/desemberuppbót verður sem hér segir: 

Á árinu 2016 kr. 106.250. 
Á árinu 2017 kr. 110.750.
Á árinu 2018 kr. 113.000.

Starfsmaður í fullu starfi fær greidda persónuuppbót/desemberuppbót 1. desember ár hvert Með fullu starfi er átt við 100% starf tímabilið 1. janúar til 30. nóvember sama ár. Hafi starfsmaður gegnt hlutastarfi eða starfað hluta úr ári, skal hann fá greitt miðað við starfshlutfall og/eða starfstíma, þó þannig að hann hafi starfað samfellt a.m.k. frá 1. september það ár. Starfsmaður sem lætur af störfum á árinu, en hafði þá starfað samfellt í a.m.k. 6 mánuði skal einnig fá greidda persónuuppbót miðað við starfstíma og starfshlutfall á árinu. Hlutfall skv. þessari málsgrein er reiknað sem hlutfall af fullri vinnu (100%) í 12 mánuði á almanaksárinu af síðast gildandi persónuuppbót 

Grein 1.6.2 Framangreind persónuuppbót er með inniföldu orlofi og greiðist sjálfstætt og án tengsla við laun

Lesa meira

Mosfell á Torrevieja á Spáni

Fyrstur kemur fyrstur fær

Ágæti félagi í aðildarfélögum Samflots,

Stavey, Fos-Vest., St.Fjall. og SDS

 

Nú er að hrökkva eða stökkva!

Frá og með 22.nóvember opnum við aftur á orlofsvefnum okkar

fyrir umsóknir á orlofshúsinu á Spáni, Torrevieja

fyrir úthlutunina um páskana og sumarorlofstímabilið 2017.

Gildir þá sú regla fyrstur kemur fyrstur fær!

 

Félagsmenn fara sjálfir inná orlofsvefinn og ganga þar frá sinni bókun.

 

Íslensku flugfélögin bjóða uppá flug til Alicante. Flugaðilar eru nánast allir með flug á þriðjudögum og því ætlum við að hafa skiptidaga á þeim dögum. Páskaleiga eru tvær vikur í senn og eins um vikurnar í júní, júlí, ágúst og september. Annan tíma ársins er hægt að leigja í viku í senn. Við opnum fyrir þann möguleika eftir áramótin. Sjá skiptidaga á bókunarsíðu tilspanar.is.

Ef umsækjandi hefur áhuga á fleiri en einni viku utan áður tilnefnda vikna skal hann hafa samband við sitt félag til frekari upplýsinga.

 

Leigan fyrir vikuna er 36.000 kr. Þ.a.l. eru tvær vikur. 72. 000 kr. Staðfestingagjaldið fyrir páska og sumarorlofstímabilið sem eru tvær vikur í senn, er 36.000 kr. og er ekki afturkræft.

Það skal greitt fyrir 5.desember. Seinni helmingurinn skal greiddur til aðildarfélags þess sem fær úthlutað kr. 36.000 fyrir 5.janúar 2017. Ef ekki verður gengið fá greiðslu missi hann úthlutunarréttinn og tímabilið fer aftur í umsóknarferli.

 

Tveggja-vikna tímabilin eru þessi. Ekki hægt að fá staka viku á þessum tímabilum.

 

11.-25.apríl, páska 20.júní – 4.júlí

29.ágúst - 12.september 12.- 26.september

 

Við erum með tryggar 18 vikur á árinu og í forgang á fleiri vikum ef aðsókn verður mikil.

Ath. Skiptidagar eru á þriðjudögum.

 

Við viljum hvetja félagsmenn til að nýta sér þennan möguleika sem og aðra orlofsmöguleika sem við komum til með að bjóða uppá á næsta sumarorlofstímabili.

 

http://www.tilspanar.is/index.php/en//

 

Sjá nánari upplýsingar á síðunni

F.h. Orlofsnefndar Samflots

Lesa meira

Kæru félagsmenn !! 

Við viljum benda félagsmönnum okkar á að bóka verður flugmiða á netinu annars bætist við 2500 króna kostnaður. 

Til þess að kaupa miða farið þið inn á linkinn " orlofsvefur" hér að ofan og sláið inn kennitölu og netfang.  Þá eruð þið komin inn á ykkar síður og veljið þar gjafabréf og þar finnið þið Flugfélagið Ernir.

Svo farið þið inn á ernir.is og bókið flug og sláið inn afsláttarkóðann sem kemur fram á miðanum.

 Ef einhver vandamál koma upp hafið þá samband við skrifstofuna og við aðstoðum ykkur eftir bestu getu.

Lesa meira

Vegna orlofs

Góðan dag aftur þar sem upp hafa komið veikindi hjá þjónustuaðila orlofskerfisins verður úthlutun vegna Spánarhúsa frestað um einhvern tíma, einnig viljum við biðja ykkur sem eruð að kaupa hótelmiða að koma til okkar á skrifstofu á meðan verið er að reyna "redda"  málunum.

 

Með kveðju Starfsfólk skrifstofu

Lesa meira

Myndir

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012